Þú setur tóninn!
top of page

Þú setur tóninn!

Ertu að bíða eftir að það hlýni úti?

Ertu að bíða eftir að hálkublettirnir hverfi?

Ertu að bíða eftir að andinn komi yfir þig?

Ertu að bíða eftir að þér líði eins og í dag sé dagurinn?

Bjartari tíð, betri, hlýrri og orkumeiri kemur þegar þú hættir að bíða og lætur vaða.

Hvað sem það er. Láttu vaða!

Við getum ekki eytt lífinu í að bíða, við getum notið þess að eiga tíma til að nýta í allt hitt. Við getum ákveðið að taka áskorunum með gleði í hjarta og negla þær. Við getum ákveðið að dagurinn í dag verði dagurinn sem við látum vaða.

Við setjum tóninn fyrir daginn.

Ef þú vaknar og það fyrsta sem þú hugsar er „æ vá þetta er ömurlegt“ þá verður allur dagurinn í þessum tón. Reyndu að forðast þessa neikvæðu takta í lengstu lög, ef það er erfitt að fara á fætur - prófaðu: ókey, leiðin liggur þó upp á við í dag!

Settu þinn tón fyrir daginn og brostu framan í heiminn. Vittu til, hann mun brosa tilbaka!

xoxo



11 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page